Academic Journals Database
Disseminating quality controlled scientific knowledge

Konur og stjórnarhættir fyrirtækja á Íslandi

ADD TO MY LIST
 
Author(s): Margrét Sæmundsdóttir

Journal: Bifröst Journal of Social Science
ISSN 1670-7788

Volume: 3;
Start page: 5;
Date: 2009;
Original page

Keywords: fjölbreytni | konur | arðsemi | stjórnarhættir | stjórnir | stjórnendur | diversity | women | performance | corporate governance | board | top management

ABSTRACT
Félög sem hafa stjórnarmenn af báðum kynjum eru af mörgum talin skila betri arðsemi en þau félög sem hafa einsleitar stjórnir. Konur í vestrænum löndum eiga þó ekki nema að meðaltali um 15% sæta í stjórnum fyrirtækja en margar skýringar hafa komið fram á þessu misræmi milli kynjanna. Í þessari rannsókn er gerð athugun á því hvort íslensk fyrirtæki sem hafa bæði kynin í stjórn séu líklegri til þess að skila meiri arðsemi en fyrirtæki sem eru með einsleitar stjórnir. Enn fremur er leitast við að skýra annars vegar hvort að konur sem sitja í stjórn hafi áhrif á stjórnarhætti innan fyrirtækis hvað varðar starfsmenn og hins vegar hvort að fleiri konur séu stjórnendur innan fyrirtækja þar sem konur sitja í stjórn eða öfugt, þ.e. að fyrirtæki sem hafa fleiri kvenstjórnendur auki hlut kvenna í stjórnum. Gerð var athugun á 101 fyrirtæki í þessu samhengi. Niðurstöðurnar benda til þess að það sé jákvætt marktækt samband milli þess að hafa bæði kynin í stjórn fyrirtækis og arðsemi eigin fjár og veikt en jákvætt samband við arðsemi heildareigna. Hins vegar komu engin tengsl fram þegar skoðað var hvort seta kvenna í stjórnum leiddi til fleiri kvenna í stjórnendastöðum og betri stjórnarhátta með tilliti til starfsmanna.It is often said that gender diversity on corporate boards is positively related to firm performance. Yet women in Western countries hold only about 15 percent of board seats, on average. There are many potential explanations for this gender imbalance. This study investigates whether Icelandic companies who have members of both genders on their boards are likely to be more profitable than companies whose boards lack gender diversity. As well, it attempts to examine whether women who sit on boards have an influence on firms’ corporate governance and employee satisfaction, and whether there is a relationship between the number of women on boards and the number of women in top management positions. 101 companies were investigated. The results suggest that there is a statistically significant positive relationship between having members of both genders on the board of a company and its returns on equity, and a weak but positive relationship to companies’ returns on assets. On the other hand, the data did not support the hypotheses that women’s presence on corporate boards leads to a greater number of women in management positions or to better corporate policies towards employees.
RPA Switzerland

Robotic Process Automation Switzerland

    

Tango Rapperswil
Tango Rapperswil